Innlent

Ríkið sýknað í héraðsdómi

Ríkið var í gær sýknað af kröfum manns sem taldi sig hafa orðið fyrir ólögmætri gjaldtöku, en skattstjórinn í Reykjavík lagði á hann iðnaðarmálagjald á árunum 2001 til 2004. Maðurinn vísaði til þess að í landinu væri félagafrelsi og því ólögmætt að gera honum að greiða félagsgjöld til Samtaka iðnaðarins. Dómurinn vísaði til fyrri úrskurðar Hæstaréttar frá árinu 1998 þar sem ekki var fallist á að iðnaðarmálagjaldið gæti talist félagsgjald, en tekjum af því mun varið til eflingar iðnaði og iðnþróun. Manninum var gert að greiða 300 þúsund krónur í málskostnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×