Grunur um morð á Íslendingi 12. júlí 2005 00:01 Grunur leikur á um að Íslendingur um fertugt hafi verið myrtur í Jóhannesarborg í Suður-Afríku að því er haft er eftir lögreglu þar. Hann er sagður hafa búið þar í 10 ár, en til hans hafði ekki spurst í fimm vikur. Lík mannsins, sem enn hafa ekki verið borin kennsl á, fannst í Boksburg í nágrenni borgarinnar síðasta sunnudag falið í ruslatunnu og hulið steypu þannig að aðeins sá í fæturna. 28 ára gamall maður og 43 ára gömul kona hafa verið handtekin í tengslum við rannsókn málsins, að því er fjölmiðlar ytra greina frá. Tunnan fannst í bakgarði leigusala mannsins. Maðurinn bað leigusalann að geyma tunnuna og þóttist vera að gera tilraunir með ólíkar steyputegundir. Á fréttavefnum News24.com er haft eftir lögreglu að maðurinn hafi líklega verið rændur og svo myrtur, en hann mun hafa haft nokkuð fé handbært eftir að hafa selt íbúð í Jóhannesarborg. Parið, sem komist hafi í kynni við manninn einhverju áður, hafi boðist til að skutla honum á alþjóðaflugvöllinn í Jóhannesarborg, en vinir hans undruðust ekki um hann þessar fimm vikur, því þeir töldu að hann hafi farið að heimsækja ættingja á Íslandi. Utanríkisráðuneytið hefur, að sögn Alberts Jónssonar sendiherra, beðið aðalræðismann landsins í Jóhannesarborg að afla fregna um líkfundinn hjá lögreglu ytra. Þá sendi alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra í gær fyrirspurn til lögregluyfirvalda í Suður-Afríku vegna málsins. "Ef um Íslending er að ræða sem ráðinn hefur verið bani er eðlilegt að við köllum eftir upplýsingum frá lögregluyfirvöldum, en fáum ekki okkar fregnir bara í blöðunum," segir Þórir Oddsson, vararíkislögreglustjóri og yfirmaður alþjóðadeildar. Hann segir oft samstarf milli embættisins og utanríkisráðuneytisins við aðstæður sem þessar og taldi ekki ólíklegt að ættingjar fertugra Íslendinga í Suður-Afríku gæfu sig fram eftir fréttaflutning af málinu. Parið sem er í haldi suðurafríkönsku lögreglunnar verður leitt fyrir dómara í Boksburg í dag, en í dag stendur einnig til að kryfja líkið til að grafast fyrir um dánarorsök Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Grunur leikur á um að Íslendingur um fertugt hafi verið myrtur í Jóhannesarborg í Suður-Afríku að því er haft er eftir lögreglu þar. Hann er sagður hafa búið þar í 10 ár, en til hans hafði ekki spurst í fimm vikur. Lík mannsins, sem enn hafa ekki verið borin kennsl á, fannst í Boksburg í nágrenni borgarinnar síðasta sunnudag falið í ruslatunnu og hulið steypu þannig að aðeins sá í fæturna. 28 ára gamall maður og 43 ára gömul kona hafa verið handtekin í tengslum við rannsókn málsins, að því er fjölmiðlar ytra greina frá. Tunnan fannst í bakgarði leigusala mannsins. Maðurinn bað leigusalann að geyma tunnuna og þóttist vera að gera tilraunir með ólíkar steyputegundir. Á fréttavefnum News24.com er haft eftir lögreglu að maðurinn hafi líklega verið rændur og svo myrtur, en hann mun hafa haft nokkuð fé handbært eftir að hafa selt íbúð í Jóhannesarborg. Parið, sem komist hafi í kynni við manninn einhverju áður, hafi boðist til að skutla honum á alþjóðaflugvöllinn í Jóhannesarborg, en vinir hans undruðust ekki um hann þessar fimm vikur, því þeir töldu að hann hafi farið að heimsækja ættingja á Íslandi. Utanríkisráðuneytið hefur, að sögn Alberts Jónssonar sendiherra, beðið aðalræðismann landsins í Jóhannesarborg að afla fregna um líkfundinn hjá lögreglu ytra. Þá sendi alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra í gær fyrirspurn til lögregluyfirvalda í Suður-Afríku vegna málsins. "Ef um Íslending er að ræða sem ráðinn hefur verið bani er eðlilegt að við köllum eftir upplýsingum frá lögregluyfirvöldum, en fáum ekki okkar fregnir bara í blöðunum," segir Þórir Oddsson, vararíkislögreglustjóri og yfirmaður alþjóðadeildar. Hann segir oft samstarf milli embættisins og utanríkisráðuneytisins við aðstæður sem þessar og taldi ekki ólíklegt að ættingjar fertugra Íslendinga í Suður-Afríku gæfu sig fram eftir fréttaflutning af málinu. Parið sem er í haldi suðurafríkönsku lögreglunnar verður leitt fyrir dómara í Boksburg í dag, en í dag stendur einnig til að kryfja líkið til að grafast fyrir um dánarorsök
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent