Innlent

Lögreglan aðhafðist ekki

Lögreglan sá ekki ástæðu til að aðhafast þegar barnslát á Kvennadeild Landspítalans var kært þangað en spítalinn og læknirinn sem kom að málinu hafa verið dæmdir til skaðabótagreiðslu fyrir stórfellt gáleysi. Allir læknar kvennadeildarinnar gáfu út yfirlýsingu í fyrra þar sem fullu trausti er lýst á viðkomandi lækni. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrir helgi Landspítalann og Þóru Fischer lækni til að greiða foreldrum barns sem lést fjórum dögum eftir fæðingu. Héraðsdómur taldi að eftirliti hafi verið mjög ábótavant, seint og illa hafi verið brugðist við og stórfellt gáleysi hafi verið sýnt. Málið var kært til lögreglu á sínum tíma, en lögreglan sá ekki ástæðu til að aðhafast. Sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara. Að sögn Ragnars Aðalsteinssonar, sem flutti málið fyrir hönd foreldra barnsins, hefur ríkissaksóknari, að kröfu lögmanna foreldranna, beðið um öll gögn málsins hjá lögreglunni í Reykjavík



Fleiri fréttir

Sjá meira


×