Innlent

Skora á stjórnvöld

Félag íslenskra bifreiðareigenda hefur skorað á íslensk stjórnvöld að lækka álögur sínar á eldsneyti og koma með því móti til móts við almenning í landinu. Segja þeir að miðað við núverandi stöðu mála stefni í að tekjur ríkisvaldsins af virðisaukaskatti af eldsneytissölu nemi 500 milljónum króna og eðlilegt sé að ríkið noti síhækkandi heimsmarkaðsverð sér ekki að féþúfu. Gagnrýna þeir enn fremur skattlagningu á eldsneytið en þar er um tvísköttun að ræða sem þurfi að leiðrétta sem fyrst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×