Háannatími valinn fyrir árásirnar 7. júlí 2005 00:01 Á tæpri klukkustund tókst hryðjuverkamönnum að valda meiri glundroða í Lundúnum en dæmi eru um síðan frá stríðslokum. Sprengjur sprungu á fjórum stöðum og í það minnsta 38 manns týndu lífi. Fyrsta sprengjan sprakk í neðanjarðarlest á háannatíma á milli Aldgate og Liverpool neðanjarðarlestarstöðvanna klukkan 8.51 að staðartíma í gærmorgun og barst lögreglu tilkynning nær um leið. Lestin var umsvifalaust rýmd og slökkviliðsmenn og lögreglumenn fóru strax á vettvang til að kanna aðstæður. Lögregluyfirvöld höfðu í gærkvöld staðfest sjö dauðsföll í sprengingunni. Auk þess særðust ríflega eitt hundrað manns, þar af tíu alvarlega. Einungis fimm mínútum síðar sprakk svo önnur sprengja í neðanjarðarlest á Piccadilly-sporinu milli Russell Square og Kings Cross lestarstöðvanna. Sú sprengja var öllu öflugri en sú fyrri. Farþegar þustu út úr lestinni í örvinglan og ótta og þegar slökkviliðs- og lögreglumenn komu á vettvang var aðkoman hryllileg. Í það minnsta 21 lá í valnum og tugir manna voru alvarlega særðir. Bráðabirgðalíkhúsum var komið upp í nálægum hótelum og strætisvagnar nýttir til að flytja særða á spítala. Rúmum tuttugu mínútum síðar eða klukkan 9.17 sprakk þriðja sprengjan í lest við lestarstöðina Edgware Road skömmu eftir að hún tók af stað á leið í átt til Paddington-stöðvarinnar. Lestin fylltist af reyk og öll ljós slokknuðu áður en farþegar gátu komið sér út. Seinna kom í ljós að sprengingin hafði rofið vegg í lestinni og valdið skemmdum á annarri lest á næsta spori. Að minnsta kosti sjö létust við Edgware Road. Fjórða og síðasta sprengjan sprakk svo á efri hæð tveggja hæða strætisvagns við Tavistock-torg klukkan 9.47. Þakið rifnaði af strætisvagninum og bílar í grenndinni skemmdust einnig. Lögregla hefur ekki útilokað að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Að minnsta kosti þrír létust í þessari sprengingu og óttast lögregluyfirvöld að sú tala komi til með að hækka. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Á tæpri klukkustund tókst hryðjuverkamönnum að valda meiri glundroða í Lundúnum en dæmi eru um síðan frá stríðslokum. Sprengjur sprungu á fjórum stöðum og í það minnsta 38 manns týndu lífi. Fyrsta sprengjan sprakk í neðanjarðarlest á háannatíma á milli Aldgate og Liverpool neðanjarðarlestarstöðvanna klukkan 8.51 að staðartíma í gærmorgun og barst lögreglu tilkynning nær um leið. Lestin var umsvifalaust rýmd og slökkviliðsmenn og lögreglumenn fóru strax á vettvang til að kanna aðstæður. Lögregluyfirvöld höfðu í gærkvöld staðfest sjö dauðsföll í sprengingunni. Auk þess særðust ríflega eitt hundrað manns, þar af tíu alvarlega. Einungis fimm mínútum síðar sprakk svo önnur sprengja í neðanjarðarlest á Piccadilly-sporinu milli Russell Square og Kings Cross lestarstöðvanna. Sú sprengja var öllu öflugri en sú fyrri. Farþegar þustu út úr lestinni í örvinglan og ótta og þegar slökkviliðs- og lögreglumenn komu á vettvang var aðkoman hryllileg. Í það minnsta 21 lá í valnum og tugir manna voru alvarlega særðir. Bráðabirgðalíkhúsum var komið upp í nálægum hótelum og strætisvagnar nýttir til að flytja særða á spítala. Rúmum tuttugu mínútum síðar eða klukkan 9.17 sprakk þriðja sprengjan í lest við lestarstöðina Edgware Road skömmu eftir að hún tók af stað á leið í átt til Paddington-stöðvarinnar. Lestin fylltist af reyk og öll ljós slokknuðu áður en farþegar gátu komið sér út. Seinna kom í ljós að sprengingin hafði rofið vegg í lestinni og valdið skemmdum á annarri lest á næsta spori. Að minnsta kosti sjö létust við Edgware Road. Fjórða og síðasta sprengjan sprakk svo á efri hæð tveggja hæða strætisvagns við Tavistock-torg klukkan 9.47. Þakið rifnaði af strætisvagninum og bílar í grenndinni skemmdust einnig. Lögregla hefur ekki útilokað að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Að minnsta kosti þrír létust í þessari sprengingu og óttast lögregluyfirvöld að sú tala komi til með að hækka.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira