Stórleikur KR og Vals í bikarnum 7. júlí 2005 00:01 Dregið var í gær í fjórðungsúrslit í Visa-bikarkeppni karla. Tvö stærstu liðin í pottinum, FH og Valur, mætast ekki nú en Valsmenn fá það erfiða verkefni að heimsækja KR í Vesturbæinn á meðan að FH-ingar taka á móti bikarstemningsliðinu ÍA. Eins og svo oft áður í bikardráttum var fyrst og fremst horft til þess að fá heimaleik. Flestir fyrirliðar liðanna og þjálfarar voru sammála um að andstæðingurinn skipti minna máli á þessu stigi keppninnar en heimaleikjarétturinn þeim mun mikilvægari. Þá skiptir einnig máli að leikirnir í fjórðungsúrslitum keppninnar verða þeir síðustu sem fara fram á heimavöllum liðanna, héðan í frá fara leikirnir fram á Laugardalsvelli. Sterkasti heimavöllur landsins er án efa Kaplakriki í Hafnarfirði þó svo að FH-ingar virðist vera jafnsterkir á útivelli. Liðið sem fékk það miður öfundsverða hlutverk að mæta FH í Hafnarfirði eru Skagamenn, sem hefur oft gengið betur í deildinni en nú í sumar. "Já, þetta var nú ekki léttasta verkefnið sem hægt var að fá," sagði Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði ÍA, eftir útdráttinn. "En ef liðið ætlar sér bikarmeistaratitilinn yfir höfuð þarf að vinna FH rétt eins og önnur lið. Það var óheppni að leikurinn fari fram á þeirra heimavelli en svona er þetta í bikarnum. Þetta verður vissulega erfiður veggur að klífa en við ætlum okkur sigur í þessum leik og ekkert annað." Þannig er málunum háttað með flest lið - þau leggja nú allt kapp á gott gengi í bikarnum þar sem FH virðist í algerum sérflokki í deildinni og aðeins Valur í þeirri aðstöðu að eiga möguleika á að ógna þeim. Kr er eitt þeirra liða sem hefur ekki unnið bikarinn síðan 1999. Þeir mæta nú Völsurum. "Við höfum einmitt verið að ræða þetta. Við ætlum að leggja enn þá meiri kraft í bikarinn enda verðum við ekki Íslandsmeistarar í ár. Ég held að allir sjái það," sagði Kristján Finnbogason fyrirliði KR. Í öðrum leikjum tekur 1. deildarlið HK á móti Fylki og Fram mætir ÍBV. Íslenski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Sjá meira
Dregið var í gær í fjórðungsúrslit í Visa-bikarkeppni karla. Tvö stærstu liðin í pottinum, FH og Valur, mætast ekki nú en Valsmenn fá það erfiða verkefni að heimsækja KR í Vesturbæinn á meðan að FH-ingar taka á móti bikarstemningsliðinu ÍA. Eins og svo oft áður í bikardráttum var fyrst og fremst horft til þess að fá heimaleik. Flestir fyrirliðar liðanna og þjálfarar voru sammála um að andstæðingurinn skipti minna máli á þessu stigi keppninnar en heimaleikjarétturinn þeim mun mikilvægari. Þá skiptir einnig máli að leikirnir í fjórðungsúrslitum keppninnar verða þeir síðustu sem fara fram á heimavöllum liðanna, héðan í frá fara leikirnir fram á Laugardalsvelli. Sterkasti heimavöllur landsins er án efa Kaplakriki í Hafnarfirði þó svo að FH-ingar virðist vera jafnsterkir á útivelli. Liðið sem fékk það miður öfundsverða hlutverk að mæta FH í Hafnarfirði eru Skagamenn, sem hefur oft gengið betur í deildinni en nú í sumar. "Já, þetta var nú ekki léttasta verkefnið sem hægt var að fá," sagði Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði ÍA, eftir útdráttinn. "En ef liðið ætlar sér bikarmeistaratitilinn yfir höfuð þarf að vinna FH rétt eins og önnur lið. Það var óheppni að leikurinn fari fram á þeirra heimavelli en svona er þetta í bikarnum. Þetta verður vissulega erfiður veggur að klífa en við ætlum okkur sigur í þessum leik og ekkert annað." Þannig er málunum háttað með flest lið - þau leggja nú allt kapp á gott gengi í bikarnum þar sem FH virðist í algerum sérflokki í deildinni og aðeins Valur í þeirri aðstöðu að eiga möguleika á að ógna þeim. Kr er eitt þeirra liða sem hefur ekki unnið bikarinn síðan 1999. Þeir mæta nú Völsurum. "Við höfum einmitt verið að ræða þetta. Við ætlum að leggja enn þá meiri kraft í bikarinn enda verðum við ekki Íslandsmeistarar í ár. Ég held að allir sjái það," sagði Kristján Finnbogason fyrirliði KR. Í öðrum leikjum tekur 1. deildarlið HK á móti Fylki og Fram mætir ÍBV.
Íslenski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Sjá meira