Innlent

Dæmdur fyrir húsbrot og hasssmygl

Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir að hafa í apríl og maí í fyrra staðið að innflutningi á rúmlega 2,5 kílóum af hassi frá Danmörku. Hassið var falið í leikfangatraktor sem sendur var í pósti. Þá var ákært fyrir húsbrot og líkamsárás þegar maðurinn ruddist inn á heimili 17 ára drengs í byrjun síðasta árs, undir því yfirskyni að vera að innheimta skuld. Í látunum meiddist móðir piltsins. Maðurinn var sýknaður af líkamsárásinni en húsbrotið talið honum til refsiþyngingar. Með í för var hópur félega hans og voru nokkrir þeirra handteknir á staðnum. Dómurinn segist líta mjög alvarlegum augum á þegar hópur rýfur heimilisfrið fólks með hótunum um ofbeldi. "Af slíkum lýð stendur varnarlausu fólki mikil ógn," segir í dómnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×