Innlent

Kona fær réttargæslumann

Hæstiréttur sneri í gær fyrri úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur og skipaði konu réttargæslumann vegna ætlaðs heimilisofbeldis. Í ákvörðun héraðsdóms sagði að ekki mætti ráða af málsgögnum að konan hefði orðið fyrir verulegu tjóni á líkama eða andlegu heilbrigði vegna brotsins sem hún kærði og því var beiðni um réttargæslumann hafnað. Kæran sneri að árás fyrrverandi sambýlismanns á konuna í febrúarlok, en hún bar einnig að mestan sambúðartíma þeirra hefði hún mátt sæta ofbeldi. "Á þessu stigi málsins verður ekkert fullyrt um til hverrar niðurstöðu rannsókn lögreglu leiðir og hvort hún muni beinast eingöngu að líkamsárás 25. febrúar 2005.  Ljóst er hins vegar að síendurtekið ofbeldi innan heimilis er til þess fallið að valda þeim sem fyrir því verður verulegu tjóni á andlegu heilbrigði sínu," segir í dómi Hæstaréttar og er vísað til skýrslna heilbrigðisstarfsfólks um að fleiri árásir kunni að hafa átt sér stað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×