Stjórnandi sambýlis stal frá íbúum 4. júlí 2005 00:01 Lögregla rannsakar meintan þjófnað fyrrverandi stjórnanda sambýlis fyrir fatlaða í Reykjavík. Konan sem um ræðir stýrði heimilinu í tæpt ár, en talið er að hún hafi skrifað matvæli og aðrar vörur til eigin neyslu, á reikning heimilisins í fjölda verslana. Til að fela eigin útgjöld er konan talin hafa skorið niður í aðföngum til íbúa heimilisins, en fötlun þeirra er slík að þeir geta ekki sjálfir komið umkvörtunum á framfæri. Mánaðarleg húsaleiga íbúanna á að standa undir rekstri heimilisins. Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, segir að ákveðið hafi verið að kæra konuna til lögreglu í lok apríl að undangenginni innanhússrannsókn svæðisskrifstofunnar. Hann sagðist ekki telja játningu liggja fyrir og áréttaði að málið væri enn í rannsókn lögreglu. "Það var eitt ákveðið atvik sem benti á að ekki væri allt með felldu og leiddi til þess að athugun fór í gang," segir Jón Heiðar, en annars mun svæðisskrifstofan vera með sitt eigið eftirlit með útgjöldum sambýla. Þá segir hann heimilissjóði vera eftirlitsskylda hjá Ríkisendurskoðun. Ekki er ljóst hve lengi meint misferli kann að hafa átt sér stað, en grunur leikur á að það hafi verið mánuðum saman. Aðstandendum hafi verið gert viðvart eins fljótt og auðið var, að sögn Jóns Heiðars, en þeir séu að vonum slegnir yfir atburðum. Þá segir hann að skoðað verði hvernig bæta megi íbúum sambýlisins skaðann, en Reykjavíkurborg fór þá leið í svipuðu máli nýverið. "Það verður gert upp þegar hlutirnir liggja betur fyrir," segir hann. Konan sem um ræðir stýrði áður sambærilegu sambýli í Hafnarfirði í um það bil ár. Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, segir að eftir að mál konunnar komst upp í Reykjavík hafi verið farið ofan í allt bókhald þann tíma sem hún starfaði þar, en sú skoðun hafi ekki leitt neitt óeðlilegt í ljós. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Lögregla rannsakar meintan þjófnað fyrrverandi stjórnanda sambýlis fyrir fatlaða í Reykjavík. Konan sem um ræðir stýrði heimilinu í tæpt ár, en talið er að hún hafi skrifað matvæli og aðrar vörur til eigin neyslu, á reikning heimilisins í fjölda verslana. Til að fela eigin útgjöld er konan talin hafa skorið niður í aðföngum til íbúa heimilisins, en fötlun þeirra er slík að þeir geta ekki sjálfir komið umkvörtunum á framfæri. Mánaðarleg húsaleiga íbúanna á að standa undir rekstri heimilisins. Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, segir að ákveðið hafi verið að kæra konuna til lögreglu í lok apríl að undangenginni innanhússrannsókn svæðisskrifstofunnar. Hann sagðist ekki telja játningu liggja fyrir og áréttaði að málið væri enn í rannsókn lögreglu. "Það var eitt ákveðið atvik sem benti á að ekki væri allt með felldu og leiddi til þess að athugun fór í gang," segir Jón Heiðar, en annars mun svæðisskrifstofan vera með sitt eigið eftirlit með útgjöldum sambýla. Þá segir hann heimilissjóði vera eftirlitsskylda hjá Ríkisendurskoðun. Ekki er ljóst hve lengi meint misferli kann að hafa átt sér stað, en grunur leikur á að það hafi verið mánuðum saman. Aðstandendum hafi verið gert viðvart eins fljótt og auðið var, að sögn Jóns Heiðars, en þeir séu að vonum slegnir yfir atburðum. Þá segir hann að skoðað verði hvernig bæta megi íbúum sambýlisins skaðann, en Reykjavíkurborg fór þá leið í svipuðu máli nýverið. "Það verður gert upp þegar hlutirnir liggja betur fyrir," segir hann. Konan sem um ræðir stýrði áður sambærilegu sambýli í Hafnarfirði í um það bil ár. Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, segir að eftir að mál konunnar komst upp í Reykjavík hafi verið farið ofan í allt bókhald þann tíma sem hún starfaði þar, en sú skoðun hafi ekki leitt neitt óeðlilegt í ljós.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira