Innlent

Neytendasamtökin höfða mál

Neytendasamtökin hafa ákveðið að höfð mál á hendur olíufélaginu Esso, fyrir hönd eins félagsmanns samtakanna. Er krafist bóta vegna samráðs olíufélaganna. Kröfurnar sem settar eru fram eru á bilinu 300 til 400 þúsund krónur. Þegar Samkeppnisráð úrskurðaði um ólögmætt samráð olíufélaganna síðastliðið haust, hvöttu neytendasamtökin félagsmenn sína til að finna til eldsneytisnótur svo hægt yrði að sækja um bætur vegna samráðs olíufélaganna. Félaginu verður birt stefna í dag og verður málið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×