Erlent

Íraksstríðið í 10-12 ár enn?

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir 10 til 12 ár geta liðið áður en ró komist á í Írak. Hann staðfesti þó í gær að bandarískir embættismenn í Írak hefðu átt viðræður við leiðtoga uppreisnarmanna í landinu. Musab al-Zarqawi, leiðtogi uppreisnarmanna, sagði hins vegar í kjölfarið að þessar fréttir væru ósannar og varaði uppreisnarmenn við að eiga viðræður við Bandaríkjamenn. Rumsfeld hefur síðan reynt að gera lítið úr fundunum og vill lítið tjá sig um hvað hafi verið rætt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×