Erlent

Stríðið ekki að tapast

Stríðið í Írak er ekki að tapast og Bandaríkjamenn munu halda áfram að berjast gegn uppreisnarmönnum eins lengi og til þarf. Þetta sagði Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra í yfirheyrslum þingnefndar öldungadeildar um stríðið í Írak sem staðið hafa yfir í dag. Rumsfeld sagði ekki tímabært að segja til um hvenær Bandaríkjamenn ættu að hefja brottfluttning, enda myndi það hjálpa uppreisnarmönnum að skipuleggja sig. Rumsfeld sagði að þrátt fyrir að verkefnið væri mjög erfitt yrði baráttunni haldið áfram þar til Írakar væru að öllu leyti frjáls þjóð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×