Menning

Sojabaunir slæva frjósemina

Ný bresk rannsókn bendir til þess að frjósemi karlmanna kunni að minnka ef þeir borða sojabaunir og tófú. Þessi matvæli innihalda efni sem virðist hafa mjög sterk áhrif á sæði í karlmönnum. Þá virðast þessi matvæli líka bæla frjóvgunargetu kvenna, en þó í minna mæli en í körlum. Rannsakendur segja þó ekkert benda til þess að frjósemi sé óvenjulega lág í samfélögum þar sem sojabaunir og tófú eru oft á boðstólum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.