Erlent

Sjö bílsprengjur í Bagdad í nótt

Minnst þrjátíu og átta eru látnir og um það bil eitt hundrað særðir eftir sjö bílsprengingar í Bagdad, höfuðborg Íraks, í nótt. Rétt fyrir miðnætti sprungu fjórar bílsprengjur í íbúðahverfi sjíta í höfuðborginni með þeim afleiðingum að tuttugu og þrír létust. Al-Qaida hefur lýst ábyrgð á þeim árásum. Nokkrum klukkustundum síðar sprungu svo aðrar þrjár bílsprengjur á tíu mínútum í miðbænum og þar létust minnst fimmtán.  Undanfarið hafa uppreisnarmenn gert sjálfsmorðs- og bílsprengjuárásir á hverjum einasta degi og ástandið í Írak virðist hreinlega vera að versna dag frá degi. Nú hafa minnst tuttugu og fimm þúsund manns látist í árásum uppreisnarmanna í Írak síðan George Bush Bandaríkjaforseti sagði að stríðinu væri lokið í maí árið 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×