Lífið

Krukka eða krús

Könnur, krukkur, krúsir, jafnvel fantar. Það er eitthvað aðeins afslappaðra við drykkjarkönnu en kaffibolla með undirskál. Með auknum vinsældum kaffidrykkja sem þarfnast meira rýmis, eins og til dæmis kaffi latte, kjósa æ fleiri að drekka morgundrykkinn sinn úr könnu frekar en bolla. Svo má ekki gleyma þeim sem vilja helst af öllu drekka te og njóta þess að smakka til nýjar tegundir og fá alveg nýtt bragð. Íste er ekki síður gott úr góðri könnu en háu glasi og það er varla sá drykkur sem ekki á skilið að fá að vera í könnu eða krús - svona til tilbreytingar.
Þetta Iittala glas er alveg kjörið undir te af ýmsum hitastigum og
Iittala glas, bolli eða kanna, allt eftir því hvað fólk vill kalla það. Til í fjórum mismunandi litbrigðum af röndóttu og svo eru líka til undirskálar og sitthvað fleira í sama stíl. Kostar 1.500 krónur.
Kolbrún S. Kjarval er löngu orðin þekkt fyrir fuglana sína en könnurnar sem hún býr til eru ekki síðri. Þær fást allar í Gallerí KSK á Skólavörðustíg 22. Kanna með lundamyndum kostar 3.500 krónur.
Kanna sem brosir út í annað, 3.000 krónur.
Kanna með grængylltu mynstri, 3.000 krónur.
Drykkjarkrús að hætti víkinganna, 2.500 krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.