36 rán að meðaltali á ári 20. júní 2005 00:01 Að meðaltali eru framin 36 rán á Íslandi á ári. Flest rán voru framin árið 1999 en fæst árið 2002. Þetta kemur fram í úttekt sem nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands vann fyrir ríkislögreglustjórann. Úttektin tekur til áranna 1999-2004. Í henni kemur fram að ránum á opnum svæðum hefur fækkað en bankaránum fjölgað. Auðjörg Björnsdóttir, MA-nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem vann úttektina, segir að tíðni rána hafi haldist nokkuð stöðug síðustu ár en eðli rána hafi breyst. 72 prósent rána fóru fram án þess að ræningjar beittu hótunum en ræningjum sem hótuðu fórnarlömbum sínum fjölgaði smávegis á árunum 2002 og 2003. Auðbjörg segir enn fremur að vopnanotkun í ránum hafi aukist nokkuð mikið í samanburði við önnur tímabil og þá hafi ofbeldi aukist eilítið. Í meira en helmingi tilfella þar sem vopn eru notuð sé hnífi beitt. Aðspurð um ástæður rána segir Auðbjörg að það hafi verið skoðað í þeim tilvikum sem það hafi verið gefið upp. Oftast vanti ræningja fé fyrir eiturlyfjum eða skuldum vegna eiturlyfja. Auðbjörg tók viðtöl við 13 ræningja í tengslum við hluta af meistararitgerðinni. Þar hafi komið fram að tveir þeirra hafi sagt fyrir dómi að þeir hefðu framið rán til þess að borga eiturlyfjaskuld þar sem þeim hefði þótt það góð ástæða. Það hafi ekki verið raunveruleg ástæða heldur hafi þá vantað peninga fyrir eiturlyfjum. Auðbjörg bendir þó á að auðvitað ræni einhverjir til að borga skuldir en hjá þessum mönnum hafi það verið góð afsökun. Baráttan gegn fíkniefnaneyslu er nátengd baráttunni gegn ránum. Bæði er að ræningjarnir eru undir áhrifum þegar þeir fremja afbrot sín eða segjast vera að afla sér fjár til að greiða fyrir fíkniefnin og koma sér úr klóm handrukkara vegna fíkniefnaskulda. „Svona er það,“ segir skýrsluhöfundurinn, „og svona verður það nema brugðist verði við.“ Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Að meðaltali eru framin 36 rán á Íslandi á ári. Flest rán voru framin árið 1999 en fæst árið 2002. Þetta kemur fram í úttekt sem nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands vann fyrir ríkislögreglustjórann. Úttektin tekur til áranna 1999-2004. Í henni kemur fram að ránum á opnum svæðum hefur fækkað en bankaránum fjölgað. Auðjörg Björnsdóttir, MA-nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem vann úttektina, segir að tíðni rána hafi haldist nokkuð stöðug síðustu ár en eðli rána hafi breyst. 72 prósent rána fóru fram án þess að ræningjar beittu hótunum en ræningjum sem hótuðu fórnarlömbum sínum fjölgaði smávegis á árunum 2002 og 2003. Auðbjörg segir enn fremur að vopnanotkun í ránum hafi aukist nokkuð mikið í samanburði við önnur tímabil og þá hafi ofbeldi aukist eilítið. Í meira en helmingi tilfella þar sem vopn eru notuð sé hnífi beitt. Aðspurð um ástæður rána segir Auðbjörg að það hafi verið skoðað í þeim tilvikum sem það hafi verið gefið upp. Oftast vanti ræningja fé fyrir eiturlyfjum eða skuldum vegna eiturlyfja. Auðbjörg tók viðtöl við 13 ræningja í tengslum við hluta af meistararitgerðinni. Þar hafi komið fram að tveir þeirra hafi sagt fyrir dómi að þeir hefðu framið rán til þess að borga eiturlyfjaskuld þar sem þeim hefði þótt það góð ástæða. Það hafi ekki verið raunveruleg ástæða heldur hafi þá vantað peninga fyrir eiturlyfjum. Auðbjörg bendir þó á að auðvitað ræni einhverjir til að borga skuldir en hjá þessum mönnum hafi það verið góð afsökun. Baráttan gegn fíkniefnaneyslu er nátengd baráttunni gegn ránum. Bæði er að ræningjarnir eru undir áhrifum þegar þeir fremja afbrot sín eða segjast vera að afla sér fjár til að greiða fyrir fíkniefnin og koma sér úr klóm handrukkara vegna fíkniefnaskulda. „Svona er það,“ segir skýrsluhöfundurinn, „og svona verður það nema brugðist verði við.“
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira