Erlent

Árásir í Kúveit í farvatninu?

Utanríkisráðherra Íraks, Hoshiyar Zebari, segist óttast að skæruliðar í landinu ráðist inn í nágrannaríkið Kúveit á næstunni til að fremja þar ódæðisverk í líkingu við þau sem svo tíð hafi verið í Írak undanfarin misseri. Samband landanna tveggja hefur batnað mjög eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli í Írak en eins og kunnugt er réðst hann með hersveitir inn í Kúveit árið 1990 sem varð upphafið að Persaflóastríðunu. Zebari óttast að skæruliðar vilji reyna að að hleypa öllu í háloft aftur með því að fremja árásir innan landamæra Kúveit. Forsætisráðherra Íraks, Ibrahim al-Jaafari, er nú í opinberri heimsókn í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×