Þungir dómar í fíkniefnamáli 13. júní 2005 00:01 Sex hlutu fangelsisdóma vegna fíkniefnasmygls frá Rotterdam í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Dómarnir voru frá hálfu og upp í tvö ár hver. Ung kona var hins vegar sýknuð af ákæru um að hafa móttekið ágóða af fíkniefnabroti. Dómana hlaut fólkið vegna aðildar sinnar að innflutningi á 130 grömmum af kókaíni og um þúsund stykkjum af e-töflum en viðkomandi fá öll nokkuð þunga dóma miðað við það sem gengur og gerist í málum sem þessum. Söluandvirði fíkniefnanna hér á landi hefði numið vel yfir þremur milljónum króna. Karl Filip Geirsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson fengu þyngstu dómana, alls tvö ár hvor. Karl Filip var fundinn sekur um að hafa við annan mann staðið fyrir kaupum á efnunum og lagt á ráðin um innflutninginn en hann hefur margoft komist í kast við lögin áður vegna margvíslegra brota. Sama gildir um Vilhjálm en hans þáttur var að mestu bundinn við að fjármagna fíkniefnakaupin og hugðist hann hagnast á sölu efnanna hér á landi. Aðrir sem að málinu komu fengu aðeins vægari dóma. Pétur Steinþór Gunnarsson var dæmdur til tæplega tveggja ára fangelsis en hann lagði að hluta á ráðin um innflutninginn ásamt Karli ásamt því að hafa milligöngu um að útvega efnin gegnum erlendan félaga sinn frá Marokkó, L´Houcine Bouhlali, sem einnig hlaut 12 mánaða dóm fyrir sinn þátt. Fékk hann umrædd efni gegnum sambönd sín í Rotterdam þar sem kaupin voru upphaflega gerð. Friðrik Þór Bjarnason hlaut átján mánaða dóm fyrir sína aðild sem fyrst og fremst fólst í að fjármagna kaupin í samvinnu við Vilhjálm og Rebekka Jóhannsdóttir var dæmd til sex mánaða fangelsis, skilorðsbundið, fyrir að hafa haft milligöngu um að sækja efnin á pósthúsið og koma þeim til skila. Petra Ingvadóttir var sýknuð af að hafa þegið fé frá Bouhlali sem hún hafði vitneskju um að væri ágóði af fíkniefnasölu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sex hlutu fangelsisdóma vegna fíkniefnasmygls frá Rotterdam í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Dómarnir voru frá hálfu og upp í tvö ár hver. Ung kona var hins vegar sýknuð af ákæru um að hafa móttekið ágóða af fíkniefnabroti. Dómana hlaut fólkið vegna aðildar sinnar að innflutningi á 130 grömmum af kókaíni og um þúsund stykkjum af e-töflum en viðkomandi fá öll nokkuð þunga dóma miðað við það sem gengur og gerist í málum sem þessum. Söluandvirði fíkniefnanna hér á landi hefði numið vel yfir þremur milljónum króna. Karl Filip Geirsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson fengu þyngstu dómana, alls tvö ár hvor. Karl Filip var fundinn sekur um að hafa við annan mann staðið fyrir kaupum á efnunum og lagt á ráðin um innflutninginn en hann hefur margoft komist í kast við lögin áður vegna margvíslegra brota. Sama gildir um Vilhjálm en hans þáttur var að mestu bundinn við að fjármagna fíkniefnakaupin og hugðist hann hagnast á sölu efnanna hér á landi. Aðrir sem að málinu komu fengu aðeins vægari dóma. Pétur Steinþór Gunnarsson var dæmdur til tæplega tveggja ára fangelsis en hann lagði að hluta á ráðin um innflutninginn ásamt Karli ásamt því að hafa milligöngu um að útvega efnin gegnum erlendan félaga sinn frá Marokkó, L´Houcine Bouhlali, sem einnig hlaut 12 mánaða dóm fyrir sinn þátt. Fékk hann umrædd efni gegnum sambönd sín í Rotterdam þar sem kaupin voru upphaflega gerð. Friðrik Þór Bjarnason hlaut átján mánaða dóm fyrir sína aðild sem fyrst og fremst fólst í að fjármagna kaupin í samvinnu við Vilhjálm og Rebekka Jóhannsdóttir var dæmd til sex mánaða fangelsis, skilorðsbundið, fyrir að hafa haft milligöngu um að sækja efnin á pósthúsið og koma þeim til skila. Petra Ingvadóttir var sýknuð af að hafa þegið fé frá Bouhlali sem hún hafði vitneskju um að væri ágóði af fíkniefnasölu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira