Innlent

Í fangelsi fyrir brot gegn barni

Maður var í gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þá 10 ára gamalli stúlku, en tveir mánuðir refsingarinnar voru skilorðsbundnir í tvö ár. Brotið átti sér stað í ágúst í fyrra. Þá var honum gert að greiða sakarkostnað auk 300 þúsund króna í miskabætur til stúlkunnar. Maðurinn er svili móður stúlkunnar. Stúlkan var gestkomandi á heimili bróður mannsins, en þar var maðurinn einnig gestur ásamt sambýliskonu sinni. Móðir stúlkunnar var ásamt sambýlismanni sínum í tjaldvagni á tjaldstæði. Maðurinn kom drukkinn í húsið um miðja nótt og var gerður afturrækur úr herbergi tengdamóður bróður síns, en hún bar að hann hefði farið með fingur í rassinn á sér. Maðurinn kvaðst hafa tekið feil á henni og sambýliskonu sinni. Þá fór maðurinn í stofuna þar sem stúlkan og fleiri börn sváfu og káfaði á kynfærum hennar og brjóstum. Stúlkan vaknaði og grét og flúði að lokum húsið og komst með hjálp ókunnugrar konu sem hún hitti á leiðinni í tjaldvagn móður sinnar. Fram kemur í dómnum að eftir atburðurinn hafi stúlkan meðal annars verið þjökuð af svefntruflunum, hræðslu, einbeitingarskorti og kvíða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×