Innlent

Sex mánuði fyrir rassskellinguna

Sævar Óli Helgason var í gær dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að rjúfa skilorð með því að rassskella leikskólakennara sem lagði fyrir innkeyrslu hans í fyrrahaust. Dómurinn kom Sævari á óvart. "Já þetta kom mér óvart. Ég viðurkenni það að ég missti stjórn á skapi mínu en mér finnst þetta alltof strangur dómur". Tveir mánuðir dómsins eru óskilorðsbundnir og þarf Sævar því að sitja í fangelsi í þann tíma. "Ég skil ekki af hverju ég þarf að fara í fangelsi fyrir þetta. Ég reikna með því að áfrýja dómnum, en ég á eftir að ráðfæra mig við lögfræðing minn." Árás Sævars þótti niðurlægjandi og ófyrirleitin. Hann brást æstur við því þegar konan steig út úr bíl sínum við innkeyrsluna, og eftir orðaskipti skellti hann henni upp á vélarhlíf bílsins og rassskellti hana nokkrum sinnum þéttingsfast. Sævar Óli hefur áður hlotið dóma fyrir líkamsárásir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×