Innlent

Tóbaksdómur fer fyrir Hæstarétt

Áfrýjað hefur verið til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Japan Tobacco og tóbaksverslunarinnar Bjarkar frá því lok apríl. Í honum var hafnað kröfum um að stilla mætti út tóbaksvörum í versluninni og um að tóbaksframleiðandinn mætti birta upplýsingar um tóbaksvarning sinn, svo sem um útlitsbreytingar pakkninga eða breytingar á tóbaksblöndun. Hróbjartur Jónatansson lögmaður fyrirtækjanna telur einstakt að sett hafi verið sett á samskiptabann fyrirtækja og markaðar líkt og gert var með tóbaksvarnarlögum. Hann segir Evrópureglur kveða á um að taka þurfi tillit til viðskiptahagasmuna og hugverkaréttinda við takmörkun á sölu og dreifingu, en áréttar að fyrirtækið sé ekki að mótmæla gildandi banni á tóbaksauglýsingum. Um miðjan maí var ríkið einnig sýknað af kröfum tóbaksframleiðandans British American Tobacco þar sem kröfur voru áþekkar og hjá Japan Tobacco. Jakob R. Möller lögmaður fyrirtækisins segir ekki búið að taka ákvörðun um hvort því máli verður áfrýjað, en fyrirtækið fékk þýddan dóminn fyrst í hendur í byrjun vikunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×