Innlent

EFTA úrskurði um ÁTVR

Hæstiréttur vill fá úrskurð EFTA-dómstólsins um það hvort ÁTVR sé heimilt að krefjast þess að víninnflytjendur afhendi vöruna á tilteknum vörubrettum og hvort að ÁTVR sé með því að beita mismunun. Auk þess skuli verðmæti vörubrettanna vera innifalið í vöruverði.. ÁTVR gerir þær kröfur, sem staðfestar hafa verið af fjármálaráðherra, að víninnflytjendur skili vöru sinni á sérstökum vörubrettum, svokölluðum EUR-vörubrettum, og að andvirði brettanna skuli vera innifalið í vöruverði. Innflytjandinn stefndi ÁTVR og fyrir héraðsdómi kom fram að tekjur ÁTVR af sölu slíkra bretta á síðasta ári hafi verið liðlega 7,4 milljónir króna en kostnaður við förgun, geymslu og umsýslu þeirra hafi verið 7,3 milljónir. Þá taldi innflytjandinn að með þessum skilyrðum væri ÁTVR að mismuna birgjum. Auknar byrðar sé settar á smærri sendingar og erfiðara verði að koma nýrri vöru í sölu hjá ÁTVR. Þetta bryti í bága við EES-samninginn. Héraðsdómur Reykjavíkur varð við þeirri kröfu innflytjandans að leita bæri álits EFTA-dómstólsins á því hvort ríkisfyrirtæki með einkaleyfi gæti sett þessar kröfur. Íslenska ríkið áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem í gær staðfesti að leita bæri álits EFTA-dómstólsins í málinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×