Innlent

FÍB vill taka rannsókn upp aftur

Félag íslenskra bifreiðaeigenda krefst þess að ákvarðanir áfrýjunarnefndar samkeppnismála og samkeppnisráðs vegna ólögmæts samráðs tryggingafélaganna í bifreiðatryggingum verði felldar úr gildi og málið tekið til rannsóknar að nýju. Málflutningur í málinu stendur nú yfir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. FÍB og þrotabú Alþjóðlegrar miðlunar stefna samkeppnisráði en þau segja að aðgerðir tryggingafélaganna hafi bitnað á FÍB og leitt til gjaldþrots Alþjóðlegrar miðlunar, en hvorugu félaginu hafi verið leyft að vera málsaðili að rannsókninni á sínum tíma. Niðurstaða rannsóknarinnar var að tryggingafélögin hefðu að flestu leyti hætt ólögmætu samráði og því væri ekki ástæða til frekari aðgerða og viðurlögum var ekki beitt. FÍB og þrotabú Alþjóðlegrar miðlunar telja að niðurstaða tæplega sjö ára málsmeðferðar samkeppnisráðs hafi verið meingölluð og leitt til þess að tryggingafélögin sluppu refsilaust frá málinu þrátt fyrir þann skaða sem ólöglegar aðgerðir þeirra leiddu til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×