Innlent

Hugsanlega hert gæsla

Lögregluyfirvöld og Útlendingastofnun hafa verið að skoða hugsanlegan viðbúnað vegna fyrirhugaðrar komu atvinnumótmælenda sem hyggjast dvelja í tjaldbúðum við Kárahnjúkavirkjun nú í sumar. Þetta segir Hildur Dungal forstjóri Útlendingastofnunar. Nú er verið að skoða hversu mörgum atvinnumótmælendum má búast við og í framhaldi af því verður tekin ákvörðun um hertan viðbúnað. Hildur segir að mál sem þessi komi yfirleitt fyrst á borð Ríkislögreglustjóra og sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli sem síðan hafi samband við Útlendingastofnun ef ástæða þykir til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×