Innlent

Athuga ráðstafanir vegna mótmæla

Forstjóri Útlendingastofnunar segir ríka ástæðu til að skoða hvort grípa þurfi til varúðarráðstafana vegna komu atvinnumótmælenda hingað til lands sem ætla að mótmæla framkvæmdunum við Kárahnjúka. Óstýrilátir umhverfisverndarsinnar hafa boðað aðgerðir hér á landi í sumar vegna framkvæmdanna við Kárahnjúka og ætla þeir að slá upp alþjóðlegum tjaldbúðum á virkjanasvæðinu. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld kom fram að þeir hafa meðal annars fengið breskan atvinnumótmælanda til landsins til að kenna réttu mótmælaaðferðirnar, en hann hefur um tuttugu sinnum lent í varðhaldi lögreglu og ruddist meðal annars inn í sendiráð Íslands í Lundúnum í vetur til að mótmæla Kárahnjúkavirkjun. Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar, segir ástæðu til að fylgjast með áformum mótmælendanna því ef verið sé að undirbúa skemmdarverk geti hætta stafað af því fyrir starfsmenn á Kárahnjúkasvæðinu. Hún segir að verið sé að skoða hvort grípa þurfi til sérstakra varúðarráðstafana í samráði við Ríkislögreglustjóra og Impregilo.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×