Innlent

Bankaræningi dæmdur

Maður á þrítugsaldri, Jón Þorri Jónssson, var í gær dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa rænt útibú Búnaðarbankans að Vesturgötu 54. Jón Þorri játaði sök og viðurkenndi bótaskyldu sína vegna brotanna. Grunur lögreglu beindist fljótt að Jóni Þorra þar sem hún taldi sig þekkja hann á myndum öryggismyndavéla á svæðinu, þar sem hann kom inn með lambhúshettu á höfði og með hníf í hendi. Ránið var framið 17. nóvember árið 2003 og komst Jón á brott með 430 þúsund krónur. Hann borgaði strax fíkniefnaskuld upp á 330 þúsund og eyddi síðan töluverðum hluta peninganna í tölvuleiki strax á eftir. Jón var dæmdur í tveggja ára fangelsi í héraðsdómi en dómurinn nú var mildaður um níu mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×