Innlent

Eðlileg vinnubrögð

Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir vinnubrögð lögreglunnar í Dettifossmálinu hafa verið eðlileg og gefur lítið fyrir gagnrýni sem kom fram hjá Jóni Magnússyni og Brynjari Níelssyni, hæstaréttarlögmönnum og verjendum tveggja sakborninga í málinu. "Vinnubrögð lögreglunnar í þessu tiltekna máli finnst mér vera eðlileg og í samræmi við aðferðir sem notaðar eru í svona stórum málum". Ásgeir varði sérstaklega þá aðferð lögreglunnar að grípa ekki til aðgerða fyrr en heildarmynd væri komin á málið. "Það að bíða með inngrip í mál, þangað til allir aðilar sem að glæpnum koma eru orðnir viðriðnir málið, er sú aðferð sem virkar best í svona málum, og er í raun eina aðferðin sem getur fært lögreglunni nógu góðar upplýsingar til þess að komast til botns í málinu".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×