Innlent

Fékk hálfs árs fangelsi

Kínverskur karlmaður var í gær dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að reyna að smygla ungum Kínverjum um Ísland til Bandaríkjanna. Kínverjinn var sakfelldur var fyrir að aðstoða tvo einstaklinga við að komst til Íslands eða annars ríkis með ólöglegum hætti, en refsiramminn fyrir brot af þessu tagi er að hámarki tveggja ára fangelsi. Eyjólfur Kristjánsson flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Hann telur þetta mál tengjast gífurlega umsvifamikilli glæpastarfsemi. "Þessi mál eru sennilega hluti af vel skipulagðri glæpastarfsemi sem mansalið er. Það er þriðja umsvifamesta glæpastarfsemi í heiminum á eftir vopnasölu og fíkniefnaviðskiptum. Það er því ekkert undarlegt að hluti af þessu rati inn á okkar borð. Vonandi verður hægt að senda þau skilaboð til aðilanna sem í þessum geira starfa að leiðin um Ísland sé ófær."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×