Lögregla greip inn málið of seint 1. júní 2005 00:01 Lögmenn sakborninga í Dettifossmálinu svokallaða, gagnrýndu vinnubrögð lögreglunnar harðlega þegar málið var tekið til aðalmeðferðar í gær, og sögðu hana hafa sýnt dómgreindarleysi með því að grípa ekki inn í atburðarásina fyrr. Að auki töluðu þeir fyrir breyttum hugsunarhætti þegar kæmi að ákvörðunum dómstóla um hæfilegar refsingar í málum eins og þessum. "Það hefur ekki skilað neinum árangri að herða refsingar í fíkniefnamálum, eins og gert hefur verið hér á landi. Fíkniefnaneysla minnkar ekkert og harkan í glæpaheiminum ekki heldur, þvert á móti virðist hún aukast ár frá ári. Fólk virðist gleyma því að það er ekki til nein sérstök tegund fíkniefnaneytanda, þetta er fólk úr öllum stéttum," sagði Jón Magnússon, lögfræðingur Óla Hauks Valtýssonar, eins sakborninganna sem játað hefur aðild að málinu, þegar hann ræddi við blaðamann að aðalmeðferð lokinni. Allir sakborninganna í þessu máli voru í neyslu fíkniefna, á þeim tíma sem fíkniefnasmyglið átti sér stað. Smyglið var líka illa ígrundað og var auðvelt fyrir lögreglu að fylgjast með málinu meðan á því stóð. Þannig fylgdi lögreglan málinu eftir allan tímann með símahlerunum. Fíkniefnunum, tæpum átta kílóum af amfetamíni, sem reyndist eftir rannsókn vera útþynnt með koffeini, var komið fyrir í loftpressu sem send var hingað til lands með vöruflutningaskipinu Dettifossi. Vinnubrögð lögreglunnar voru undarleg að mati lögmanna sakborninganna, þar sem svo virtist vera að kappkostað væri að ná sakborningum öllum í sem versta stöðu. "Það er í verkahring lögreglunnar að gæta þess að farið sé að lögum og hún á grípa inn í þegar hún hefur tök á því. Hún á að koma í veg fyrir afbrot ef hún mögulega getur og í þessu tilfelli er það alveg ljóst, að lögreglan virtist reyna eftir fremsti megni að þyngja skell þeirra sem þarna voru þátttakendur, og það er óábyrgt af lögreglunni að haga málum þannig. Í þessu máli svipti einn mannanna sem tengdust málinu sig lífi í gæsluvarðhaldi, meðal annars vegna þess hversu mikil spenna var komin í málið," sagði Jón. Brynjar Níelsson, lögmaður Hinriks Jóhannssonar, er sammála Jóni í þessu og segir þessa aðferðafræði lögreglunnar gagnrýniverða. "Ég hef bent á það áður, í öðru ótengdu dómsmáli, að það getur reynst hættulegt að hækka spennustigið í glæpamálum eins og þessum með því að grípa ekki inn í málin strax og það er hægt, ég tala nú ekki um þegar þátttakendur í málinu eru allir í mikilli neyslu fíkniefna, eins og var í þessu tilfelli, þá þarf ekki mikið útaf að bregða svo illa fari," sagði Brynjar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Lögmenn sakborninga í Dettifossmálinu svokallaða, gagnrýndu vinnubrögð lögreglunnar harðlega þegar málið var tekið til aðalmeðferðar í gær, og sögðu hana hafa sýnt dómgreindarleysi með því að grípa ekki inn í atburðarásina fyrr. Að auki töluðu þeir fyrir breyttum hugsunarhætti þegar kæmi að ákvörðunum dómstóla um hæfilegar refsingar í málum eins og þessum. "Það hefur ekki skilað neinum árangri að herða refsingar í fíkniefnamálum, eins og gert hefur verið hér á landi. Fíkniefnaneysla minnkar ekkert og harkan í glæpaheiminum ekki heldur, þvert á móti virðist hún aukast ár frá ári. Fólk virðist gleyma því að það er ekki til nein sérstök tegund fíkniefnaneytanda, þetta er fólk úr öllum stéttum," sagði Jón Magnússon, lögfræðingur Óla Hauks Valtýssonar, eins sakborninganna sem játað hefur aðild að málinu, þegar hann ræddi við blaðamann að aðalmeðferð lokinni. Allir sakborninganna í þessu máli voru í neyslu fíkniefna, á þeim tíma sem fíkniefnasmyglið átti sér stað. Smyglið var líka illa ígrundað og var auðvelt fyrir lögreglu að fylgjast með málinu meðan á því stóð. Þannig fylgdi lögreglan málinu eftir allan tímann með símahlerunum. Fíkniefnunum, tæpum átta kílóum af amfetamíni, sem reyndist eftir rannsókn vera útþynnt með koffeini, var komið fyrir í loftpressu sem send var hingað til lands með vöruflutningaskipinu Dettifossi. Vinnubrögð lögreglunnar voru undarleg að mati lögmanna sakborninganna, þar sem svo virtist vera að kappkostað væri að ná sakborningum öllum í sem versta stöðu. "Það er í verkahring lögreglunnar að gæta þess að farið sé að lögum og hún á grípa inn í þegar hún hefur tök á því. Hún á að koma í veg fyrir afbrot ef hún mögulega getur og í þessu tilfelli er það alveg ljóst, að lögreglan virtist reyna eftir fremsti megni að þyngja skell þeirra sem þarna voru þátttakendur, og það er óábyrgt af lögreglunni að haga málum þannig. Í þessu máli svipti einn mannanna sem tengdust málinu sig lífi í gæsluvarðhaldi, meðal annars vegna þess hversu mikil spenna var komin í málið," sagði Jón. Brynjar Níelsson, lögmaður Hinriks Jóhannssonar, er sammála Jóni í þessu og segir þessa aðferðafræði lögreglunnar gagnrýniverða. "Ég hef bent á það áður, í öðru ótengdu dómsmáli, að það getur reynst hættulegt að hækka spennustigið í glæpamálum eins og þessum með því að grípa ekki inn í málin strax og það er hægt, ég tala nú ekki um þegar þátttakendur í málinu eru allir í mikilli neyslu fíkniefna, eins og var í þessu tilfelli, þá þarf ekki mikið útaf að bregða svo illa fari," sagði Brynjar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent