Innlent

Úrskurðar að vænta innan 2 vikna

Dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur ákveður innan tveggja vikna hvort höfundarréttarmáli gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni verði vísað frá dómi eða ekki. Málið höfðaði Auður Sveinsdóttir, ekkja Halldórs Laxness og handhafi höfundarréttar bóka hans. Hún hefur stefnt Hannesi Hólmsteini fyrir ritstuld og krefst sjö og hálfrar milljónar króna í bætur. Hannes krefst þess að málinu verði vísað frá dómi. Fjölskylda Halldórs segir að um 270 tilfelli af hreinum ritstuld sé að finna í fyrstu bók Hannesar um Halldór en í stefnunni eru tiltekin 120 dæmi. Hannes segir málið vanreifað og að engin refsiverð háttsemi hafi verið viðhöfð. Hann segir refsikröfu í málinu vera fyrnda og að ekki hafa verið sýnt fram á neinn skaða vegna skrifa hans. Lögmaður Auðar segir að ef málinu verði vísað frá dómi muni fjölskyldan höfða nýtt mál og muni ekki hætta fyrr en endanleg niðurstaða fáist með dómi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×