Innlent

Aðalmeðferð lýkur í dag

Málflutningi í Dettifossmálinu, sem er umfangsmesta fíkniefnasmyglmál sem komið hefur upp hér á landi, lýkur í dag. Fyrir liggur að Óli Haukur Valtýsson, sem talinn er höfuðpaurinn í smyglinu, hefur játað aðild sína að málinu. Tveir af þeim fimm sem ákærð eru, Tryggvi Lárusson og Eiður Thorarensen Gunnlaugsson, halda fram sakleysi sínu og segjast ekki tengjast smyglinu neitt. Eiður, sem er forsvarsmaður Bindis ehf., fyrirtækisins sem stór fíkniefnasending var stíluð á, segir Óla Hauk hafa misnotað fyrirtæki sitt. Eiður sagði fyrir dómi í gær að það hefði læðst að honum sá grunur að sendingin sem stíluð hefði verið á fyrirtæki hans innihéldi eitthvað sem kæmi honum ekkert við. Hann sagði þetta tengjast einhverju "stórhættulegu" máli. Aðalmeðferð lýkur í dag. Dómur verður síðan kveðinn upp innan þriggja vikna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×