Erlent

Vegatálmar umhverfis Bagdad

Írakski herinn hefur sett upp vegatálma umhverfis Bagdad til þess að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn komist til borgarinnar. Hundruð manna hafa farist í sprengjuárásum í Bagdad og víðar um landið á undanförnum misserum. Írakar hafa nú ákveðið að reyna að verja höfuðborgina með því að setja upp varðstöðvar við vegi sem til hennar liggja. Þeir stöðva svo bíla til þess að leita í þeim og vona að með þessu geti þeir komið í veg fyrir, eða a.m.k. fækkað, árásunum. Varðstöðvarnar eru aðeins einn liðurinn í herferð írakska hersins gegn hryðjuverkamönnum. Og það er nokkuð víst að þeir fá nóg að gera. Síðast í dag drápu hryðjuverkamenn tuttugu og sjö manns og særðu marga tugi. Það var þó ekki í Bagdad heldur borginni Hilla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×