Innlent

Telur framhjá sér gengið

Tekið var fyrir í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem séra Sigríður Guðmarsdóttir höfðar gegn Biskupsstofu. Hún telur hafa verið framhjá sér gengið þegar ráðið var í stöðu sendiráðsprests í London. Menntun Sigríðar er umtalsvert meiri en séra Sigurðar Arnarssonar, sem hreppti embættið, en hún hefur lokið M.Phil-gráðu, sem er þriggja ára nám, auk embættisprófs. Séra Sigurður Arnarsson, sem er tengdasonur biskups Íslands, hefur lokið einu ári í sjúkrahúsprestsnámi auk embættisprófs.  Hæfisnefndina, sem gaf álit á því hver skyldi fá starfið, skipa aðilar frá Tryggingastofnun ríkisins, utanríkisráðuneytinu og Biskupsstofu. Nefndin taldi menntun Sigurðar betur sniðna að starfi sendiráðsprests en menntun Sigríðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×