Innlent

Sýknaður af tilraun til manndráps

Rúmlega fertugur maður var í Héraðsdómi í dag sýknaður af ákæru fyrir tilraun til manndráps en dæmdur til öryggisvistar á réttargeðdeildinni að Sogni. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið mann þrisvar sinnum með hnífi á heimili sínu í nóvember í fyrra. Læknir sem kom fyrir dóminn sagði að maðurinn sem stunginn var hafi verið lífshættulega slasaður vegna áverka í kviðarholi. Í forsendu dómsins segir að ákærði sé haldinn alvarlegum og viðvarandi geðhvarfasjúkdómi sem einkennist af reglubundnum maníuköstum með geðrofi eða sturlun, einu sinni til tvisvar á ári, sem geti staðið í allt að þrjá mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×