Innlent

Fær 20 ára fangelsi í Indónesíu

Indónesískur dómstóll hefur dæmt hina áströlsku Schapelle Corby í tuttugu ára fangelsi fyrir smygl á fíkniefnum. Corby, sem er 27 ára, var handtekin á flugvellinum í Bali með fjögur kíló af marijúana í október. Hún kveðst saklaus og telur að flugvallarstarfsmenn hafi staðið á bak við smyglið. Fjölskylda Corby segir að dómnum verði áfrýjað. Mál hennar hefur vakið mikla samúð í Ástralíu. Stjórnvöld þar í landi hafa heitið henni lagalegri aðstoð og ætla jafnframt á næstu dögum að hefja viðræður við indónesísk stjórnvöld um að hún fái að afplána dóminn í Ástralíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×