200 þúsund á málaskrá lögreglu 27. maí 2005 00:01 Fjöldi íslenskra ríkisborgara á svokallaðri málaskrá Ríkislögreglustjóra samsvarar öllum Íslendingum á aldrinum 17-80 ára. Á skránni voru um miðjan þennan mánuð skráð nöfn 201.278 einstaklinga en Íslendingar á aldrinum 17-79 ára voru 200.789 um síðustu áramót samkvæmt tölum Hagstofunnar. Að sögn Jónmundar Kjartanssonar yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra gilda strangar reglur um aðgang að skránni en engu að síður hafa allir lögreglumenn landsins aðgang að henni fimm ár aftur í tímann. Ýmis svæði hennar eru þó einungis aðgengileg yfirmönnum. Skráin sem er miðlægur gagnagrunnur var tekin í notkun árið 1988 og þá voru færð inn í hana tölvugögn frá Rannsóknarlögreglunni og Lögreglunni í Reykjavík, þannig að hún nær ein tuttugu ár aftur í tímann. Ástæðan fyrir öllum þessum fjölda á skránni er að allir sem hafa með einhverjum hætti tengst lögreglumálum á þessu tímabili, fara sjálfkrafa inn á skrána. Þetta á við um alla þá sem kæra mál, komast með einhverjum hætti í kast við lögin, hafa lent í slysum, eru vitni og þar fram eftir götunum. Það sem er skráð er nafn, kennitala, lögheimili og dvalarstaður. Jónmundur segir alla meðferð skráðra upplýsinga hafa breyst verulega til batnaðar með reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu sem sett var 2001. "Þannig getur hver sem er sent okkur línu og farið fram á að fá vitneskju um þær upplýsinga sem um hann eru skráðar í kerfi lögreglunnar og við veitum þær. Og ef þær eru sannarlega ranglega skráðar, leiðréttum við þær að sjálfsögðu", segir Jónmundur Kjartansson. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fjöldi íslenskra ríkisborgara á svokallaðri málaskrá Ríkislögreglustjóra samsvarar öllum Íslendingum á aldrinum 17-80 ára. Á skránni voru um miðjan þennan mánuð skráð nöfn 201.278 einstaklinga en Íslendingar á aldrinum 17-79 ára voru 200.789 um síðustu áramót samkvæmt tölum Hagstofunnar. Að sögn Jónmundar Kjartanssonar yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra gilda strangar reglur um aðgang að skránni en engu að síður hafa allir lögreglumenn landsins aðgang að henni fimm ár aftur í tímann. Ýmis svæði hennar eru þó einungis aðgengileg yfirmönnum. Skráin sem er miðlægur gagnagrunnur var tekin í notkun árið 1988 og þá voru færð inn í hana tölvugögn frá Rannsóknarlögreglunni og Lögreglunni í Reykjavík, þannig að hún nær ein tuttugu ár aftur í tímann. Ástæðan fyrir öllum þessum fjölda á skránni er að allir sem hafa með einhverjum hætti tengst lögreglumálum á þessu tímabili, fara sjálfkrafa inn á skrána. Þetta á við um alla þá sem kæra mál, komast með einhverjum hætti í kast við lögin, hafa lent í slysum, eru vitni og þar fram eftir götunum. Það sem er skráð er nafn, kennitala, lögheimili og dvalarstaður. Jónmundur segir alla meðferð skráðra upplýsinga hafa breyst verulega til batnaðar með reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu sem sett var 2001. "Þannig getur hver sem er sent okkur línu og farið fram á að fá vitneskju um þær upplýsinga sem um hann eru skráðar í kerfi lögreglunnar og við veitum þær. Og ef þær eru sannarlega ranglega skráðar, leiðréttum við þær að sjálfsögðu", segir Jónmundur Kjartansson.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira