Innlent

Endurskoðun hafin

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lýsti því yfir á fundi með Samtökum um kvennaathvarf, Stígamót og fleiri samtök í gærmorgun að vinna væri hafin við að endurskoða kynferðiskafla almennra hegningarlaga. "Við erum í skýjunum yfir þessu því að þetta er það sem við höfum verið að berjast fyrir mjög lengi," sagði Drífa Snædal, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, á Talstöðinni í gær. Vinna er einnig hafin við að efla neyðarmóttöku vegna nauðgunar þannig að hún verði í stakk búin til að taka á móti konum sem verða fyrir heimilisofbeldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×