Innlent

Björguðu trillu út af Látrabjargi

Björgunarsveitin á Patreksfirði bjargaði í morgun sex tonna trillu sem varð aflvana eina og hálfa sjómílu suður af Látrabjargi. Vörður, björgunarbátur félagsins, var kallaður út klukkan sex í morgun og var kominn að bátnum um tveimur klukkustundum síðar og er nú að draga hann til Patreksfjarðar. Vörður er eitt þeirra skipa sem Slysavarnarfélagið Landsbjörg ætlar að skipta út fyrir nýrri og öflugri skip og segir í tilkynningu frá félaginu að ljóst sé að nýtt skip hefði verið mun fljótara á vettvang.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×