Innlent

Fyrirtækið virti ekki samninga

Fjórir menn voru í gær sýknaðir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu fyrrverandi vinnuveitanda þeirra, Iceland Seafood International, sem fór fram á dómurinn staðfesti lögbann á að mennirnir hæfu störf hjá samkeppnisaðila í samræmi við upprunalegan ráðningarsamning mannanna. Var í þeim samningum kveðið á um að þeim væri óheimilt að hefja störf hjá samkeppnisaðila Iceland Seafood innan ákveðins tímaramma eftir starfslok en mennirnir sögðu allir upp störfum í lok árs 2004. Hugðust þeir ásamt fleirum standa að stofnun nýs fyrirtækis, Seafood Union, og taka til starfa þar að uppsagnarfresti loknum. Með lögbanni vildu forsvarsmenn ISI koma í veg fyrir að mikilvæg þekking og reynsla mannanna nýttist hinu nýja fyrirtæki og samþykkti sýslumaðurinn í Reykjavík beiðni þeirra í janúar 2005. Héraðsdómur féllst ekki á sömu rök þar sem grundvöllur lögbannsins væri ráðningasamningur við mennina fjóra. Þeim samningi var rift af hálfu Iceland Seafood þegar mennirnir fengu ekki greidd laun þann 15. janúar né heldur síðar eins og fyrirtækinu bar að gera og samkvæmt því bar starfsmönnunum ekki að uppfylla sínar skyldur gagnvart þessum sama samningi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×