Innlent

Einvígi við heimsmeistarann?

Vonir standa til að Bobby Fischer og núverandi heimsmeistari í skák heyi einvígi. Verði af því fer einvígið fram á Íslandi og Fischer teflir þá að sjálfsögðu sem Íslendingur. Einar S. Einarsson, fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands og einn þeirra sem vann að lausn Fischers úr japönsku fangelsi, er bjartsýnn á að af einvíginu verði. Hann býst við að línur skýrist strax í dag. Boris Spasskí, sem tapaði heimsmeistaratitli sínum til Fischers á Íslandi árið 1972, kom óvænt til landsins í gær til að ræða við Fischer um þetta. Með honum í för var rússneski auðkýfingurinn Alex Titomirov og Joel Lautier, formaður Alþjóðasambands skákmanna. Til stóð að þremeningarnir færu af landi brott í dag en Spasskí og Titomirov frestuðu heimför eftir fund með Fischer í gærkvöldi. Einar segir að ef af einvíginu verður sé ljóst að verðlaunafé verður mjög hátt. Þá á eftir að ákveða við hvern teflt verður því í dag eru þrír menn sem telja sig geta státað af heimsmeistaratitli. Þeir sem koma til greina eru Kasparov, Katsjemanov og Kamnik sem sigraði Kasparov á sínum tíma. Einvígið færi fram á Íslandi og þar sem Fischer er orðinn Íslendingur tefldi hann sem slíkur. Annað sem eftir á að ákveða er fyrirkomulagið en Fischer hefur sagt að hann telji núverandi fyrirkomulag dautt og aðeins henta gömlu fólki, börnum og áhugamönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×