Innlent

Kröfurnar kynntar

Frestur sem gefinn var til að setja fram kröfur um eignarréttindi vegna meðferðar þjóðlendumála á Norðausturlandi er runninn út. Kynning á kröfum fjármálaráðherra sem og annarra sem gert hafa kröfur eða gagnkröfur um eignarréttindi er hafin á vegum óbyggðanefndar hjá sýslumanninum á Seyðisfirði og Húsavík. Kynningin stendur til 30. júní næstkomandi og skorar óbyggðanefnd á þá sem hagsmuna eiga að gæta á svæðinu að kynna sér gögnin hjá sýslumannsembættunum, en athugasemdir verða að berast nefndinni fyrir 11. júlí næstkomandi. Óbyggðanefnd veitti fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins frest til fyrsta ágúst í fyrra til að lýsa kröfum sínum á svonefndu fimmta svæði, en það nær til Öxarfjarðar- og Raufarhafnarhrepps, Svalbarðshrepps, Þórshafnarhrepps, Skeggjastaðahrepps, Vopnafjarðarhrepps, norðurhluta Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps.Þessi frestur var síðan framlengdur til síðustu áramóta. Óbyggðanefnd kannar og sker úr um mörk þjóðlendna og eignarlanda og úrskurðar um eignarréttindi innan þjóðlendna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×