Hugsanlega engin niðursveifla 24. maí 2005 00:01 Niðursveiflan sem spáð hafði verið í efnahagslífinu kemur alls ekki eða seinkar að minnsta kosti um nokkur ár. Þetta telur fjármálaráðherra að gæti gerst í ljósi mikils áhuga á frekari stóriðjuframkvæmdum. Íslenska krónan hafði verið að veikjast um nokkra vikna skeið þar til fregnir bárust af áhuga erlendra fyrirtækja á enn frekari álversuppbyggingu. Þær fregnir sneru þróuninni við og krónan hefur nú á rúmri viku styrkst um fjögur prósent. Greiningardeild Íslandsbanka rekur gengishækkunina beint til væntinga um frekari stórðiðjuframkvæmdir sem myndu hafa umtalsverð áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi á næstu árum. Hagvaxtarskeiðið haldi áfram en efnahagssérfræðingar hafa almennt gert ráð fyrir niðursveiflu þegar stóriðjuframkvæmdum lýkur á Austurlandi. Aðspurður hvort einhver niðursveifla verði segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra að ólíklegt sé að svo verði. Rætt sé um heilmiklar framkvæmdir sem taki við af núverandi fjárfestingum fyrir austan og vonandi rætist eitthvað af því þannig að Íslendingar sjái fram á það að hin svokallaða niðursveifla eða samdráttarskeið annaðhvort komi ekki eða seinki um þónokkur ár. Það teldi hann ánægjuefni og það sé vissulega keppikefli ríkisstjórnarinnar. Raunar er efnahagsuppsveiflan á Íslandi farin að vekja verulega athygli á alþjóðavettvangi og má nefna sem dæmi heilsíðugrein í Newsweek þar sem Íslandi er lýst sem nýjasta tígrisdýri Evrópu. Geir segir að markmið ríkisstjórnarinnar sé að halda uppi hagvexti hér á landi með framkvæmdum og fjárfestingum sem skili svo arði í þjóðarbúið og bæti kaupmáttinn og lífskjörin í landinu. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur enn lýst áhyggjum af því að íslenskt efnahagslíf sé að ofhitna. Fjármálaráðherra segir þetta engin ný tíðindi og telur ekki ástæðu til að óttast. Verðbólgan sé nú 2,9 prósent, atvinnuleysi sé lítið og bullandi kaupmáttaraukning hafi verið í meira en tíu ár. Hann telji það nokkuð góðan árangur en gæta verði þess að mál fari ekki úr böndunum. Svo þurfi að tryggja að þetta haldi áfram. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Niðursveiflan sem spáð hafði verið í efnahagslífinu kemur alls ekki eða seinkar að minnsta kosti um nokkur ár. Þetta telur fjármálaráðherra að gæti gerst í ljósi mikils áhuga á frekari stóriðjuframkvæmdum. Íslenska krónan hafði verið að veikjast um nokkra vikna skeið þar til fregnir bárust af áhuga erlendra fyrirtækja á enn frekari álversuppbyggingu. Þær fregnir sneru þróuninni við og krónan hefur nú á rúmri viku styrkst um fjögur prósent. Greiningardeild Íslandsbanka rekur gengishækkunina beint til væntinga um frekari stórðiðjuframkvæmdir sem myndu hafa umtalsverð áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi á næstu árum. Hagvaxtarskeiðið haldi áfram en efnahagssérfræðingar hafa almennt gert ráð fyrir niðursveiflu þegar stóriðjuframkvæmdum lýkur á Austurlandi. Aðspurður hvort einhver niðursveifla verði segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra að ólíklegt sé að svo verði. Rætt sé um heilmiklar framkvæmdir sem taki við af núverandi fjárfestingum fyrir austan og vonandi rætist eitthvað af því þannig að Íslendingar sjái fram á það að hin svokallaða niðursveifla eða samdráttarskeið annaðhvort komi ekki eða seinki um þónokkur ár. Það teldi hann ánægjuefni og það sé vissulega keppikefli ríkisstjórnarinnar. Raunar er efnahagsuppsveiflan á Íslandi farin að vekja verulega athygli á alþjóðavettvangi og má nefna sem dæmi heilsíðugrein í Newsweek þar sem Íslandi er lýst sem nýjasta tígrisdýri Evrópu. Geir segir að markmið ríkisstjórnarinnar sé að halda uppi hagvexti hér á landi með framkvæmdum og fjárfestingum sem skili svo arði í þjóðarbúið og bæti kaupmáttinn og lífskjörin í landinu. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur enn lýst áhyggjum af því að íslenskt efnahagslíf sé að ofhitna. Fjármálaráðherra segir þetta engin ný tíðindi og telur ekki ástæðu til að óttast. Verðbólgan sé nú 2,9 prósent, atvinnuleysi sé lítið og bullandi kaupmáttaraukning hafi verið í meira en tíu ár. Hann telji það nokkuð góðan árangur en gæta verði þess að mál fari ekki úr böndunum. Svo þurfi að tryggja að þetta haldi áfram.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira