Innlent

Vildi borga vínflösku með kveri

Rúmlega þrítugur maður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í janúar pantað sér vínflösku sem kostaði 5.300 krónur á veitingastaðnum Kaffi Reykjavík án þess að geta greitt fyrir hana. Maðurinn taldi sig hafa samið við þjóninn um að greiða fyrir vínið með ljóðakveri en við það vildi þjónninn ekki kannast. Maðurinn var því dæmdur til að greiða 25.000 króna sekt í ríkissjóð auk þess sem hann þarf að greiða Kaffi Reykjavík krónurnar 5.300 með vöxtum, verðtryggingu og dráttarvöxtum og allan sakarkostnað, þar á meðal 90.000 króna málsvarnarlaun. Samtals þarf hann því að greiða vel á annað hundrað þúsund krónur fyrir vínflöskuna auk ljóðabókarinnar sem hann skildi eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×