Innlent

Eldur í kjallara fjölbýlishúss

Slökkvilið höfuðborgasvæðisins var kallað út eftir að mikils reyks var vart í kjallara í fjölbýlishúsi að Háaleitisbraut um klukkan hálf fimm í gær. Eldur hafði komið upp í þvottavél og þurfti reykkafara til að komast að honum. Slökkvistarfið gekk greiðlega en lögerglan telur að tjónið sé töluvert vegna reyk- og vatnsskemmda. Slökkviliðsmenn segja mikið mildi að lokað hafi verið inn í þvottahúsið þegar eldurinn kom upp annars hefði hann getað breiðst út. Einnig voru slökkviliðsmenn þakklátir íbúum í stigaganginum fyrir að halda sig inni á meðan eldur var laus. Það var í nógu að snúast hjá slökkviliðinu í gær því tilkynnt var um fjóra sinubruna. Einnig kom útkall vegna ruslagáms sem orðið hafði eldi að bráð í fyrrinótt. Hringdi maður í lögreglu til að segja henni frá þessum brennda gámi en lögreglan misskildi manninn og kallaði slökkviliðið út sem fór fýluferð í annríkinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×