Innlent

GT verktakar sýknaðir

Héraðsdómur Austurlands sýknaði í gær GT verktaka ehf. af ákæru fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga og lög um útlendinga. Var það niðurstaða dómsins að Lettar sem fyrirtækið réð til að sinna störfum við fólksflutninga á Kárahnjúkasvæðinu hefðu ekki þurft atvinnuleyfi hér á landi. Í síðustu viku sýknaði dómurinn lettnesku starfsmennina tvo af þeirri sök að hafa brotið lög um atvinnuréttindi útlendinga. Meginrök dómstólsins fyrir niðurstöðunni í báðum málum eru þau að ríkisborgarar nýrra aðildarríkja Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins, þar á meðal Lettlands, mættu starfa hér í þrjá mánuði frá komudegi, án sérstaks leyfis. Þá hefðu mennirnir auk þess verið launþegar hjá lettneskri starfsmannaleigu og þeir þannig ekki þurft að afla sér atvinnuleyfis hver fyrir sig hér á landi. Verjandi í málinu gegn GT verktökum var Marteinn Másson hdl. en Sveinn Andri Sveinsson hrl. í máli Lettanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×