Innlent

Vélarvana við Garðskaga

Vélarvana snekkja var dregin til hafnar í Sandgerði í gærkvöldi. Báturinn er hollenskur, um 250 og nefnist Daphne, en hann var að sögn tilkynningaskyldunnar á leið til Grænlands og þaðan til Bandaríkjanna. Björgunarsveitir höfðu nokkunn viðbúnað vegna bátsins, en kallaðar voru út sveitir frá Sandgerði, Grindavík og Reykjavík. Báturinn kallaði eftir aðstoð um klukkan hálf sjö í gærkvöldi, en var þá staddur um eina og hálfa mílu suðvestur af Garðskaga. Bátur að nafni Sæmundur frá Grindavík dró skipið til hafnar þar sem nú er hugað að viðgerðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×