Innlent

Ákærður fyrir árás á lögreglumenn

MYND/Páll
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tæplega fertugum manni fyrir eignaspjöll, hótanir, brot gegn valdstjórninni og sérstaklega hættulega líkamsárás á heimili sínu 6. júní í fyrra. Þegar lögregla hafði afskipti af hinum ákærða í kjölfar atvika þann dag lagði hann einu sinni með hnífi til eins lögreglumanns og tvívegis til annars lögreglumanns. Hann skar m.a. tvö göt á samfesting annars þeirra og kom annað gatið efst á læri innanvert en hitt vinstra megin í nára og gat kom á nærbuxur þar fyrir innan. Í ákæru ríkissaksóknara segir að með þessari háttsemi hafi maðurinn stofnað lífi og heilsu lögreglumannsins í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt. Teljast brot mannsins varða við almenn hegningarlög og er þess krafist að hann verði dæmdur til refsingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×