Innlent

Skattsvik tengd Lífsstíl

Fimm menn, þar af fjórir sem hlotið hafa dóma í svokölluðu Landssímamáli, báru af sér sakir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir eru sakaðir um að hafa svikið undan skatti í rekstri fjölda fyrirtækja sem rekin voru undir hatti Lífsstíls ehf. Alls er ákært fyrir 56 milljónir króna af virðisauka- og vörslusköttum sem ekki skiluðu sér. Auk Kristjáns Ragnars Kristjánssonar, Árni Þórs Vigfússonar, Sveinbjörns Kristjánssonar og Ragnars Orra Benediktssonar sætir ákæru fyrrum framkvæmdastjóri Japis sem gegndi starfinu frá 9. nóvember 2000 til 31. júlí 2002. Aðalmeðferð heldur áfram í Héraðsdómi í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×