Innlent

Ákæra gefin út vegna banaslyss

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru vegna banaslyss sem varð við Kárahnjúkastíflu í mars á síðasta ári. Ekki fæst gefið upp hverjir eða hve margir hafa verið ákærðir. Maðurinn sem lést í slysinu var 25 ára. Hann var við störf ofan í Hafrahvammagljúfri um hánótt þegar gríðarstór grjóthnullungur féll á hann. Impregilo og undirverktakinn Arnarfell höfðu fengið skriflegar athugasemdir vegna þeirrar hættu sem stafaði af grjóthruni úr gljúfrinu undir Fremri-Kárahnjúk áður en slysið varð. Lögreglurannsókn beindist að því hvort öryggi starfsmanna hefði verið áfátt. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Austurlands í byrjun næsta mánaðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×