Keyrir ferðamenn um Suður-Ameríku 19. maí 2005 00:01 "Þetta er svo hrikalega gaman og er hinn fullkomni lífsstíll ef maður hefur gaman af því að ferðast," segir Svava Ástudóttir, sem mun fljótlega taka við sinni fyrstu ferð sem hópstjóri á stórum trukk sem keyrir um Suður-Ameríku fyrir fyrirtækið Dragoman. "Ég fór sjálf í svona ferð um Tyrkland, Sýrland og Jórdaníu og það varð til þess að ég sótti um starf," segir Svava. "Áður en maður hefur störf er níu mánaða þjálfun þar sem nemendur læra meðal annars bifvélavirkjun, enda verða leiðsögumenn að geta gert við bílinn hvar og hvenær sem eitthvað kemur upp á. Auk þess þarf maður að fara eina ferð til að læra rúntinn. Maður þarf að vera við öllu búinn og geta tekist á við aðstæður hverju sinni," segir Svava, sem einnig þurfti að ná sér í meirapróf og próf í skyndihjálp. Bíllinn sem hún keyrir rúmar vel um 25 manns auk þess sem hann geymir hluti sem þarf til ferðalagins. "Við erum meira að segja með ísskáp í bílnum og matar- og vatnsbirgðir sem duga í 2-3 vikur ef eitthvað kemur upp á," segir Svava. Auk hennar er bílstjóri í bílnum en hún er sú sem leiðir hópinn þó hún sjái einnig um að keyra. "Við skiptumst á að keyra en ég leiði hópinn," segir Svava. Á ferðalaginu er gist á hótelum eða tjaldstæðum eða bara tjaldað úti í náttúrunni eða sofið á ströndinni. Bílstjórinn og hópstjórinn gista hins vegar yfirleitt uppi á bílnum. Áður en hún fór á vit ævintýranna starfaði hún sem stílisti við verslunina ISIS í Smáralindinni og segist hún ekki hafa nein plön um framtíðina að ævintýrinu loknu. "Ég geri ráð fyrir að vera í þessu næstu 4-5 árin og vonandi fæ ég að fara til Kína og Afríku," segir Svava. "Þetta er auðvitað ekki fyrir hvern sem er. Bíllinn er heimili manns og maður er í mjög nánu sambandi við samstarfsmann sinn og því getur þetta reynst erfiðara en hjónaband þar sem maður hefur ekkert prívat. En það er séð til þess að fólk vinni ekki saman lengur en í nokkrar vikur og svo er skipt," segir Svava og bætir við að góð stemmning myndist alltaf í hópnum á ferðalaginu og öllum líði vel. Hún segir þessar ferðir alls ekki vera neinar venjulegar skoðunarferðir heldur sé bíllinn aðeins fararskjótinn. "Ferðirnar miðast við að fleygja manni í miðja menninguna og þær snúast ekki bara um að keyra heldur að kynnast menningu, landi og þjóð," segir Svava. Hún segir að fyrirtækið Dragoman sé á nokkrum stöðum með verkefni þar sem fólk láti gott af sér leiða og aðstoði jafnvel við kennslu í bekkjum í Afríku eða hjálpi til við að útbúa vatnsbrunna, auk þess sem boðið sé upp á sérstakar fjölskylduferðir. "Ég á ekki orð til að lýsa því hvað þetta er meiriháttar, eftir að maður fer í svona ferð kemur maður ekki sama manneskja til baka," segir Svava. Upplýsingar um ferðirnar er að finna á vefsíðunni Dragoman.com eða hjá Stúdentaferðum á Exit.is Ferðalög Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
"Þetta er svo hrikalega gaman og er hinn fullkomni lífsstíll ef maður hefur gaman af því að ferðast," segir Svava Ástudóttir, sem mun fljótlega taka við sinni fyrstu ferð sem hópstjóri á stórum trukk sem keyrir um Suður-Ameríku fyrir fyrirtækið Dragoman. "Ég fór sjálf í svona ferð um Tyrkland, Sýrland og Jórdaníu og það varð til þess að ég sótti um starf," segir Svava. "Áður en maður hefur störf er níu mánaða þjálfun þar sem nemendur læra meðal annars bifvélavirkjun, enda verða leiðsögumenn að geta gert við bílinn hvar og hvenær sem eitthvað kemur upp á. Auk þess þarf maður að fara eina ferð til að læra rúntinn. Maður þarf að vera við öllu búinn og geta tekist á við aðstæður hverju sinni," segir Svava, sem einnig þurfti að ná sér í meirapróf og próf í skyndihjálp. Bíllinn sem hún keyrir rúmar vel um 25 manns auk þess sem hann geymir hluti sem þarf til ferðalagins. "Við erum meira að segja með ísskáp í bílnum og matar- og vatnsbirgðir sem duga í 2-3 vikur ef eitthvað kemur upp á," segir Svava. Auk hennar er bílstjóri í bílnum en hún er sú sem leiðir hópinn þó hún sjái einnig um að keyra. "Við skiptumst á að keyra en ég leiði hópinn," segir Svava. Á ferðalaginu er gist á hótelum eða tjaldstæðum eða bara tjaldað úti í náttúrunni eða sofið á ströndinni. Bílstjórinn og hópstjórinn gista hins vegar yfirleitt uppi á bílnum. Áður en hún fór á vit ævintýranna starfaði hún sem stílisti við verslunina ISIS í Smáralindinni og segist hún ekki hafa nein plön um framtíðina að ævintýrinu loknu. "Ég geri ráð fyrir að vera í þessu næstu 4-5 árin og vonandi fæ ég að fara til Kína og Afríku," segir Svava. "Þetta er auðvitað ekki fyrir hvern sem er. Bíllinn er heimili manns og maður er í mjög nánu sambandi við samstarfsmann sinn og því getur þetta reynst erfiðara en hjónaband þar sem maður hefur ekkert prívat. En það er séð til þess að fólk vinni ekki saman lengur en í nokkrar vikur og svo er skipt," segir Svava og bætir við að góð stemmning myndist alltaf í hópnum á ferðalaginu og öllum líði vel. Hún segir þessar ferðir alls ekki vera neinar venjulegar skoðunarferðir heldur sé bíllinn aðeins fararskjótinn. "Ferðirnar miðast við að fleygja manni í miðja menninguna og þær snúast ekki bara um að keyra heldur að kynnast menningu, landi og þjóð," segir Svava. Hún segir að fyrirtækið Dragoman sé á nokkrum stöðum með verkefni þar sem fólk láti gott af sér leiða og aðstoði jafnvel við kennslu í bekkjum í Afríku eða hjálpi til við að útbúa vatnsbrunna, auk þess sem boðið sé upp á sérstakar fjölskylduferðir. "Ég á ekki orð til að lýsa því hvað þetta er meiriháttar, eftir að maður fer í svona ferð kemur maður ekki sama manneskja til baka," segir Svava. Upplýsingar um ferðirnar er að finna á vefsíðunni Dragoman.com eða hjá Stúdentaferðum á Exit.is
Ferðalög Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira